11.02.2006 12:01

*Hóst*Hóst*Hóst*

Er búin að vera löt að skrifa enda ekki mikið að segja þegar maður er búinn að vera fastur heima með veikt barn með innflúensu í viku. Núna í nótt veiktist minnsta snúllan mín líka þannig að ég sé fram á aðra veikinda viku *grát*. Ég er svo mikil mús að ég finn svo til með þessu litlu greyum þegar þau eru lasin og geta í raun voða lítið gert en maður má samt ekki gleyma og vera þakklát fyrir að eiga heilbrigð börn sem fá bara flensur öðru hvoru því það eru sko ekki öll börn jafn heppin og mín :Þ

Í nótt fáum við næturgest því að strákurinn hennar Sirrý vinkonu ætlar að fá að gista hjá Kristófer og ætla ég að gera smá bíó stemmningu með DVD og nammi handa grísunum og verður án efa rosa gaman ;)

Ég horfði á IDOLIÐ í gærkvöldi og aldrei hefur mér leiðst yfir þeim þáttum áður. Þessi þáttur var deadly boring án gríns og allir keppendurnir nema 1-2 mjög lélegir. Ég var reyndar mjög ánægð með að Tinna skuli loksins hafa verið send heim því hún átti að vera farin fyrir löngu allavega langt á undan Margréti og Angelu. Hvað er málið með attitjútið hjá þessari gellu???

Adios

 

Flettingar í dag: 976
Gestir í dag: 258
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110760
Samtals gestir: 21055
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 18:29:22

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar