29.01.2006 13:22

Helgin að verða búin

Það er kominn sunnudagur og helgin að verða búin !!

Ég brallaði mest lítið þessa helgi enda litla snúllan mín ennþá mikið kvefuð og með ljótan hósta og var að æla fullt af slími á föstudagskvöldið :(  Anna Þóra vinkona kom til mín í gær og við borðuðum saman og festum síðan rætur í sófanum því við skelltum þremur myndum í tækið heheheheh og átum yfir okkur af nammi. Ekkert smá næs tími ég fékk algjört desjavú því einu sinni vorum við eins og síamstvíburar áður en Anna mín flutti út til Danmerkur og ég gleymi því aldrei hvað mér leið illa fyrst eftir að hún fór :Þ

Í dag á ég von á Sirrý hinum tvíburanum mínum :Þ og hennar börnum í mat. Verður alveg án efa glatt á hjalla og mikið spjallað :)

 

Stundum hef ég verið að spá skyldi fólk koma inn í líf manns á þeim tímapunkti þegar maður þarf mest á því að halda???

Ætla að taka Sirrý sem dæmi. Ég kynnist henni þegar mér leið sem verst  og ég sá ekki neina ljósa glætu án gríns. Fyrsta hálfa árið stöndum við báðar frammi fyrir því að skilja við barnsfeður okkar, báðar einar með nokkur börn og gátum verið eins og stoð og stytta fyrir hvora aðra þegar við þurftum á því að halda á allan hátt.

Einnig hef ég eignast þrjár aðrar yndislegar vinkonur núna í seinni tíð Tobbu, Árnýju og Lilju og alltaf eru þetta stelpur sem eru á svipuðum stað í lífinu og ég og að fást við það sama. 

Mér hefur líka fundist þetta í karlamálum. Ég er farin að hallast að því að það sé ekki tilviljun heldur ástæða fyrir því að fólk labbi inn í líf manns þegar það gerir það og örugglega til að hrista aðeins upp í manni og sparka manni upp úr gömlu fari. Ég veit ég er skrítin en ég er virkilega farin að hallast að því að þetta sé ekki tilviljun :Þ

 

Flettingar í dag: 214
Gestir í dag: 125
Flettingar í gær: 111
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 134099
Samtals gestir: 23296
Tölur uppfærðar: 9.11.2024 17:49:39

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar