27.12.2005 19:59

*Gleðileg jól*

GLEÐILEG JÓL ALLIR SAMAN !!!!! *KISS OG KNÚS*

 

Ég held svei mér þá að ég hafi farið í jólaköttinn í ár heheheheh.

Ég mætti frekar snemma til mömmslu á aðfangadag til að reyna að hjálpa henni að undirbúa matinn áður en restin af liðinu mættu á svæðið. Allavega þá er ég að skera grænmeti með þessum svaka hníf og náði að skera mig greinilega á mjög blóðríkan stað á puttanum því það spýttist blóð á bringuna á mér og það var bara ALLT í blóði án gríns heheheh. Ég kláraði alla plástrana hennar mömmu og þegar það var búið að blæða í gegnum þann síðasta tók ég upp á því að teipa á mér puttann með límbandi því ég ætlaði sko ekki að eyða tímanum mínum upp á slysó á meðan allir aðrir væru að borða góðan mat og opna pakkana og náði með þessu ráði að kaupa pínu tíma :) Maður deyr nú ekki ráðalaus hehehehehhe. Seinna um kvöldið þegar ég var búin að borða góðan mat og opna pakkana í góðum félagsskap skellti ég mér á slysó og glufan var límd saman með einhverjum lím plástri.

Á jóladag í hádeginu var matur á Hofteignum eins og vanalega og eftir það mætti ég í mat til mömmu aftur. Seinna um kvöldið fór ég heim með Írenu mína og leið mér þá eitthvað voðalega wírd. Ég var varla komin heim þegar ég byrjaði að æla og æla og fékk þessa fínu drullu í leiðinni líka hahahahahah. Þannig að ég eyddi allri nóttinni og eitthvað fram á daginn í gær með besta vini mínum klósettskálinni. Samt var ekkert dodo þar á ferð HA HA HA HA HA ekki alveg svo gott :Þ

Óhætt að segja að þetta hafi verið frekar fyndin jól hjá mér en þau voru samt yndisleg fyrir utan vesenið en þetta er samt eitthvað svo ekta ég án gríns :Þ

Sendi ykkur ælu og skítakveðjur héðan úr Hafnarfirðunum *tíhíhí*

 

Kveðja Ásta jólaköttur

 

 

Flettingar í dag: 829
Gestir í dag: 214
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110613
Samtals gestir: 21011
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 13:46:36

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar