09.08.2010 05:52Kossar
09.08.2008 08:42KossarLangaði að setja inn mynd af afmælisbarni dagsins, elskulegri systur minni henni Ástu Lovísu, sem hefði orðið 32 ára í dag. Þúsund kossar frá okkur öllum. Daði 30.05.2008 14:15Minning um hetjuElsku Ásta mín! Í dag er eitt ár liðið frá því að þú kvaddir þennan heim með reisn. Minningin um hetju lifir og enn í dag lesa margir bloggfærslur þínar á heimasíðunni. Þú heldur áfram að hafa áhrif á fjölda fólks daglega og þín er sárt saknað. Það líður ekki sá dagur að við hugsum ekki til þín með væntumþykju og aðdáun. Langaði að setja inn mynd af fallega leiðinu þínu enda hefurðu og verður alltaf englastelpan okkar. Daði 31.01.2008 11:57Bréfið
Ég get varla beðið lengur eftir bréfinu þínu. Eins og margir vita var Ásta okkar mjög skipulögð. Þegar hún gerði sér grein fyrir að skammt var til stefnu lét hún fara með sig í bæinn að versla gjöf og bréfsefni. Tilefnið var að Daði bróðir yrði sérfræðingur í skurðlækningum í febrúar 2008. Gjöfin var keypt og skrifaði Ásta bréf til mín sem ég fengi svo afhent þegar að stóra deginum kæmi. Hún lét mig vita af þessu nokkrum dögum fyrir andlát sitt og síðan þá hefur þetta ekki horfið úr huga mér. Ég hlakka óendanlega mikið til að sjá ritstíl þinn aftur, upplifa kærleikan sem ríkti okkar á milli og skynja nærveru þína. 31.12.2007 13:58Jóla- og nýárskveðjaÓskum ykkur lesendur góðir gleðilegra jóla og vonum að nýja árið verði ykkur farsælt og gæfuríkt. Daði 08.12.2007 13:02Afmæliskveðja
Til hamingju með afmælisdaginn þinn elsku vinur. Vona að veislan verði skemmtileg og ég hlakka til að heyra í þér í síma seinna í dag. Kveðja, Daði frændi 04.11.2007 13:31Alla helgons dagUm þessa helgi er allra heilaga messa (alla helgons dag). Þá er hefð að minnast látinna ættingja og vina. Í Svíþjóð er þetta stór dagur og fara flestir í kirkjugarða með luktir og kerti og minnast látinna ástvina. Í dag eru rúmir 5 mánuðir frá því að Ásta Lovísa féll frá og langar mig að minnast hennar með þessum skrifum. Það líður ekki sá dagur að ég hugsa ekki til þín Ásta mín, minnist æsku okkar, vinskap, daglegra samtala og samskipta. Ég gleymi aldrei viðmóti þínu, brosi og augnsvipum ásamt kímni, heiðarleika og hreinskilni. Þín er sárt saknað af börnum, unnusta, systkinum, foreldrum og vinum. Minning þín varir að eilífu. Þúsund kossar og faðmlög til þín, hetjan mín, yfir þessa sérstöku helgi........ Daði 18.09.2007 21:18AfmælissólTil hamingju með 9 ára afmælið elsku Embla mín. Vona að heimferðin verði góð á morgun og ég hlakka til að setja inn myndir af ykkur úr sólinni. Kveðja, Daði frændi 06.09.2007 18:00Draumar rætastEins og flestir vita sem lesa þessa bloggsíðu var Ásta Lovísa valin Íslendingur ársins 2006 af tímaritinu Ísafold. Auk þess heiðurs sem því fylgir fékk Ásta að launum ferð til Tenerife fyrir sig, börnin þrjú og fylgdarmann. Upprunalega stóð til að leggja í hann í kringum páskana en sökum veikinda Ástu og í samráði við lækna varð aldrei af þeirri ferð. Ásta lét okkur lofa því á dánarbeði sínu að farið yrði með börnin eftir hennar dag og rættist það í gær . Guja amma og Hödd frænka tóku allan skarann í gær og héldu í langt ferðalag til Tenerife, börnin yfirspennt og gleðin skein úr augum þeirra langa leiðir. Flugið gekk vel og liggur fyrir 2 vikna ævintýraferð fyrir litlu englana sem misst hafa svo mikið. Læt vonandi seinna meir inn myndir af ferðalöngunum eftir komu þeirra heim. Með kveðju, Daði 01.09.2007 22:00Minningin lifirVildi bara láta ykkur vita að bloggsíðan hennar Ástu minnar verður opin um ókomna framtíð. Er það gert til þess að varðveita skrif hennar og lífsvisku . Með kveðju, Daði bróðir 21.08.2007 15:26AfmæliskossarElsku Írena Rut Til hamingju með 4 ára afmælisdaginn þinn, litli engill! . Mamma þín er hjá þér í anda og heldur upp á daginn með þér. Kossar og knús frá Svíþjóð. Daði frændi Flettingar í dag: 49 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 159 Gestir í gær: 43 Samtals flettingar: 147391 Samtals gestir: 24622 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:21:35 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is